Velkomin á vefsíðu Drengjakórs íslenska lýðveldisinsLogo_DIL_hvitt7.png

Sprellarinn

Guðni

Guðni Björn Jónsson er Þingeyingurinn í hópnum. Hann er frá Kópaskeri og það getur verið erfitt að hemja hann á pöllunum. Hann er mikill gleðigjafi og stígur gjarnan á stokk á söngskemmtunum kórsins og lætur gamminn geysa. Guðni er einn af stofnfélögum Drengjakórs íslenska lýðveldisins.

.

Snillingurinn

ÞórirÞórir Ingvarsson er aldursforsetinn í hópnum. Hann á ættir sínar að rekja til Vestur - Húnavatssýslu og er mikill höfðingi. Hann er stofnfélagi DÍL og er traustur máttarstólpi í starfi kórsins

Skáldið

KristjánKristján Ragnarsson er höfuðskáld Drengjakórs íslenska lýðveldisins. Hann er ættaður frá Ásakoti í Biskupstungum, er fljúgandi hagmæltur og hefur gert ótalmarga af þeim textum sem drengirnir hafa flutt í sinni tíð. Hann kastar fram vísum við hvert tilefni og væri vísast hægt að rekja sögu kórsins í bundnu máli með þeim vísum sem hann hefur gert frá stofnun. Kristján er einn af stofnfélögum DÍL.

Seðlasmalinn

PS -175250-2 (2)Eggert Þorvarðarson er afburða-snillingur. Hann heldur utanum fjármál kórsins af mikilli röggsemi og er sérlega traustur í öllu starfi þessa skemmtilega hóps. Hann er jafnan bæði hress og kátur og leiðist ekki að þvælast með hjörðinni í allskyns grallaraskap.

Smiðurinn (laga- og tré-)

PS -183921 (2) (2)Jón Yngvi Björnsson er einn af fjölmörgum fjöl- hæfileikamönnum kórsins. Hann spilar á hljóðfæri af mikilli snilld, semur lög fyrir kórinn og virðist geta sungið, allt frá bassa upp í silkimjúka falsettu. Hann er hvers manns húgljúfi og sérlega traustur félagi.

DÍL-að við Ladda

Nú eru æringjarnir í Drengjakór íslenska lýðveldisins eru komnir í fjúkandi fínan vorskemmtanagír. Kórinn lýkur nú tíunda starfsári sínu með tveimur vorskemmtunum. Í Salnum í Kópavogi 10. maí kl. 20:00 og í veislusal Vals að Hlíðarenda 17. maí kl. 20:00. Haft hefur verið að orði, að það sé stórkostlega ávanabindandi að mæta á skemmtanir drengjanna
+ Read More

Vorskemmtun 2017

Að þessu sinn halda drengirnir tvær vorskemmtanir. Sú fyrri verður haldin í Mörkinni 6 (Sal Ferðafélags Íslands) föstudagskvöldið 12. maí kl. 20:00 og sú seinni í Bæjarbíói í Hafnarfirði, fimmtudagskvöldið 18. maí kl. 20:00. Stórskemmtileg dagskrá að vanda. Söngur gamanmál og allskyns vitleysisgangur. Bar á báðum stöðum. Tryllt stemning. Miðaverð: kr. 3.000.- við inngang en
+ Read More

Eimreiðin

Drengjakór íslenska lýðveldisins sungu bakraddir í einu lagi á nýútkomnum geisladiski Sváfnis Sigurðarsonar, sem kom út í desember síðastliðinn. En diskur þessi, sem nefnist Loforð um nýjan dag, er einmitt plata vikunnar á Rás 2, þessa fyrstu viku ársins 2017. Tekið af vefnum www.ruv.is: Sváfnir Sigurðarson hefur sent frá sér plötuna Loforð um nýjan dag
+ Read More

Haustferð 2016

Senn líður að árlegri haustferð Drengjakórs íslenska lýðveldisins (11. – 13. nóv.). Að þessu sinni munum við taka stefnuna á Drangsnes. Þar eigum við góða vini frá fyrri heimsóknum okkar þangað, sem við hlökkum til að hitta. Á leiðinni munum við koma við hjá stórvinum okkar, eins og stundum áður, þeim Þorsteini Mána og Maríu
+ Read More

Vorskemmtun 2016

Að venju rekur Drengjakór íslenska lýðveldisins smiðshöggið á starfsárið, með því að slá upp vorskemmtun. Eins og í fyrra, verður fagnaðurinn haldinn í sal Ferðafélags íslands í Mörkinni 6. Við höfum haft það til siðs að kalla þessa hátíð okkar Vorskemmtun, fremur en Vortónleika, því eins og gestir okkar í gegnum tíðina þekkja, þá er
+ Read More

Jólakveðja 2015

Drengjakór íslenska lýðveldisins óskar vinum og velunnurum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með okkar bestu þökkum fyrir góðar móttökur á árinu sem er að líða

Haustferð 2015

Strápils, Havaískyrtur og ögn af neftóbaki pakkast í töskur seinnipart vikunnar, hjá glaðbeittum drengjum, sem leggja í langferð á föstudaginn 20. nóvember, til suðrænna slóða. Að þessu sinni er för heitið til Vestmannaeyja, hvar við ætlum að skoða okkur um, syngja fyrir vistmenn og starfsfólk á elliheimilinu Hraunbúðum, halda söngskemmtun á Háaloftinu ásamt Karlakór Vestmannaeyja
+ Read More

Vorskemmtun 2015

Uppskeruhátíð Drengjakórs íslenska lýðveldisins verður, að þessu sinni, haldin í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, Reykjavík.  Veturinn var viðburðaríkur hjá okkur, eins og alltaf.  Við vorum duglegir að halda tónleika með öðrum kórum á þessu starfsári.  Fyrst fórum við í haustferð um Norðurland og heimsóttum Karlakór Eyjafjarðar.  Svo tókum við þátt í styrktarónleikunum Hönd í hönd
+ Read More

Kóramót í Grafarvogi

Laugardaginn 29. nóvember munu leiða saman hesta sína, tveir af skemmtilegustu kórum landsins (og þó víðar væri leitað). Drengjakór íslenska lýðveldisins mun leggja í ferðalag í Grafarvoginn og heimsækja Karlakór Grafarvogs og halda með þeim tónleika í Grafrvogskirkju kl. 17:00. Báðir eru þessir kórar ungir að árum, en hafa þegar getið sér gott orð fyrir
+ Read More

1 2
Menu Title