Velkomin á vefsíðu Drengjakórs íslenska lýðveldisins
Sprellarinn

Guðni Björn Jónsson er Þingeyingurinn í hópnum. Hann er frá Kópaskeri og það getur verið erfitt að hemja hann á pöllunum. Hann er mikill gleðigjafi og stígur gjarnan á stokk á söngskemmtunum kórsins og lætur gamminn geysa. Guðni er einn af stofnfélögum Drengjakórs íslenska lýðveldisins.
.
Sérann
Jón Helgi Þórarinsson er einn af fjölmörgum máttarstólpum kórsins. Hann er meðlimur í kaffinefnd kórsins, er traustur söngmaður og það virðist vera sama hverskyns hljóðfæri honum er rétt, hann spilar á það af stakri prýði - enda er hann einn helsti undirleikari kórsins
Snillingurinn
Þórir Ingvarsson er aldursforsetinn í hópnum. Hann á ættir sínar að rekja til Vestur - Húnavatssýslu og er mikill höfðingi. Hann er stofnfélagi DÍL og er traustur máttarstólpi í starfi kórsins
Skáldið
Kristján Ragnarsson er höfuðskáld Drengjakórs íslenska lýðveldisins. Hann er ættaður frá Ásakoti í Biskupstungum, er fljúgandi hagmæltur og hefur gert ótalmarga af þeim textum sem drengirnir hafa flutt í sinni tíð. Hann kastar fram vísum við hvert tilefni og væri vísast hægt að rekja sögu kórsins í bundnu máli með þeim vísum sem hann hefur gert frá stofnun. Kristján er einn af stofnfélögum DÍL.
Seðlasmalinn
Eggert Þorvarðarson er afburða-snillingur. Hann heldur utanum fjármál kórsins af mikilli röggsemi og er sérlega traustur í öllu starfi þessa skemmtilega hóps. Hann er jafnan bæði hress og kátur og leiðist ekki að þvælast með hjörðinni í allskyns grallaraskap.
Smiðurinn (laga- og tré-)
Jón Yngvi Björnsson er einn af fjölmörgum fjöl- hæfileikamönnum kórsins. Hann spilar á hljóðfæri af mikilli snilld, semur lög fyrir kórinn og virðist geta sungið, allt frá bassa upp í silkimjúka falsettu. Hann er hvers manns húgljúfi og sérlega traustur félagi.