Vorskemmtun 2017

Að þessu sinn halda drengirnir tvær vorskemmtanir. Sú fyrri verður haldin í Mörkinni 6 (Sal Ferðafélags Íslands) föstudagskvöldið 12. maí kl. 20:00 og sú seinni í Bæjarbíói í Hafnarfirði, fimmtudagskvöldið 18. maí kl. 20:00. Stórskemmtileg dagskrá að vanda. Söngur gamanmál og allskyns vitleysisgangur. Bar á báðum stöðum. Tryllt stemning. Miðaverð: kr. 3.000.- við inngang en
+ Read More

Eimreiðin

Drengjakór íslenska lýðveldisins sungu bakraddir í einu lagi á nýútkomnum geisladiski Sváfnis Sigurðarsonar, sem kom út í desember síðastliðinn. En diskur þessi, sem nefnist Loforð um nýjan dag, er einmitt plata vikunnar á Rás 2, þessa fyrstu viku ársins 2017. Tekið af vefnum www.ruv.is: Sváfnir Sigurðarson hefur sent frá sér plötuna Loforð um nýjan dag
+ Read More

Haustferð 2016

Senn líður að árlegri haustferð Drengjakórs íslenska lýðveldisins (11. – 13. nóv.). Að þessu sinni munum við taka stefnuna á Drangsnes. Þar eigum við góða vini frá fyrri heimsóknum okkar þangað, sem við hlökkum til að hitta. Á leiðinni munum við koma við hjá stórvinum okkar, eins og stundum áður, þeim Þorsteini Mána og Maríu
+ Read More

Vorskemmtun 2016

Að venju rekur Drengjakór íslenska lýðveldisins smiðshöggið á starfsárið, með því að slá upp vorskemmtun. Eins og í fyrra, verður fagnaðurinn haldinn í sal Ferðafélags íslands í Mörkinni 6. Við höfum haft það til siðs að kalla þessa hátíð okkar Vorskemmtun, fremur en Vortónleika, því eins og gestir okkar í gegnum tíðina þekkja, þá er
+ Read More

Jólakveðja 2015

Drengjakór íslenska lýðveldisins óskar vinum og velunnurum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með okkar bestu þökkum fyrir góðar móttökur á árinu sem er að líða

Haustferð 2015

Strápils, Havaískyrtur og ögn af neftóbaki pakkast í töskur seinnipart vikunnar, hjá glaðbeittum drengjum, sem leggja í langferð á föstudaginn 20. nóvember, til suðrænna slóða. Að þessu sinni er för heitið til Vestmannaeyja, hvar við ætlum að skoða okkur um, syngja fyrir vistmenn og starfsfólk á elliheimilinu Hraunbúðum, halda söngskemmtun á Háaloftinu ásamt Karlakór Vestmannaeyja
+ Read More

Vorskemmtun 2015

Uppskeruhátíð Drengjakórs íslenska lýðveldisins verður, að þessu sinni, haldin í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, Reykjavík.  Veturinn var viðburðaríkur hjá okkur, eins og alltaf.  Við vorum duglegir að halda tónleika með öðrum kórum á þessu starfsári.  Fyrst fórum við í haustferð um Norðurland og heimsóttum Karlakór Eyjafjarðar.  Svo tókum við þátt í styrktarónleikunum Hönd í hönd
+ Read More

Kóramót í Grafarvogi

Laugardaginn 29. nóvember munu leiða saman hesta sína, tveir af skemmtilegustu kórum landsins (og þó víðar væri leitað). Drengjakór íslenska lýðveldisins mun leggja í ferðalag í Grafarvoginn og heimsækja Karlakór Grafarvogs og halda með þeim tónleika í Grafrvogskirkju kl. 17:00. Báðir eru þessir kórar ungir að árum, en hafa þegar getið sér gott orð fyrir
+ Read More

Haustið framundan

Nú er vetrarstarf drengjanna komið á fullt og að venju er dagskráin þétt.  Stærsti viðburður haustannarinnar er þátttaka okkar í styrktartónleikum sem bera yfirskriftina “Hönd í hönd”.  Þar munu Drengirnir koma fram ásamt þeim Páli Óskari Hjálmtýssyni, Ölmu Rut Kristjánsdóttur og Kvennakór Kópavogs undir stjórn John Gear. Tónleikarnir verða haldnir í Austurbæ, gamla Austubæjarbíó á
+ Read More

Vorskemmtun 2014

Jæja gott fólk! Nú er vorskemmtun Drengjakórs íslenska lýðveldisins á næsta leyti. Við munum gera upp starfsárið með léttu og fjölbreyttu lagavali ásamt gamsögum og sprelli eins og okkur er lagið. Einsöngvarar og hljóðfæraleikarar úr röðum kórsins stíga fram, Gunna Lára, trúbador ofan af Snæfellsnesi treður upp og ýmiskonar vitleysisgangur verður fram borinn ef ég
+ Read More

1 2
Menu Title