Vorskemmtun 2014

Jæja gott fólk! Nú er vorskemmtun Drengjakórs íslenska lýðveldisins á næsta leyti. Við munum gera upp starfsárið með léttu og fjölbreyttu lagavali ásamt gamsögum og sprelli eins og okkur er lagið. Einsöngvarar og hljóðfæraleikarar úr röðum kórsins stíga fram, Gunna Lára, trúbador ofan af Snæfellsnesi treður upp og ýmiskonar vitleysisgangur verður fram borinn ef ég þekki þessa grallara rétt. Skemmtunin verður haldin í Rúgbrauðsgerðinni að þessu sinni og er óhætt að lofa fjörugri en jafnframt heimilislegri stemningu eins og þeir sem hafa sótt uppákomur okkar, þekkja

Plaggat_2

1729 Heildar heimsóknir 1 Í dag
Menu Title