Haustið framundan

Nú er vetrarstarf drengjanna komið á fullt og að venju er dagskráin þétt.  Stærsti viðburður haustannarinnar er þátttaka okkar í styrktartónleikum sem bera yfirskriftina “Hönd í hönd”.  Þar munu Drengirnir koma fram ásamt þeim Páli Óskari Hjálmtýssyni, Ölmu Rut Kristjánsdóttur og Kvennakór Kópavogs undir stjórn John Gear. Tónleikarnir verða haldnir í Austurbæ, gamla Austubæjarbíó á Snorrabraut.  Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 16:00 og þeir seinni kl. 20:00.  Allur ágóði af tónleikunum rennur til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs og Líknardeildar LSH í Kópavogi. Miðaverð er kr. 3.000 og er uppselt á þá fyrri.

Hér má sjá frekari upplýsingar um tónleikana Hönd í hönd.

Næst ber að nefna árlega haustferð drengjanna, en að þessu sinni verður farið um Norðurland.  Við munum halda sameiginlega tónleika með  Karlakór Eyjafjarðar föstudagskvöldið 31. október í félagsheimilinu Laugarborg kl.20:30.  Við ætlum að syngja fyrir heimilsfólkið á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri kl 14:00 á laugardeginum 1. nóvember og á söngskemmtun á Pottinum á Blönduósi um kvöldið.

Auglysing_DIL-KEY

         Auglysing_POT

 

Þann 29. nóvember verða svo haldnir stórtónleikar Drengjakórs íslenska lýðveldisins og Karlakórs Grafarvogs, í Grafarvogskirkju og hefjast þeir kl. 17:00.

Smellið hér til að panta miða á sameiginlega stórtónleika Drengjakórs íslenska lýðveldisins og Karlakórs Grafarvogs.

3182 Heildar heimsóknir 3 Í dag
Menu Title