Kóramót í Grafarvogi

Laugardaginn 29. nóvember munu leiða saman hesta sína, tveir af skemmtilegustu kórum landsins (og þó víðar væri leitað). Drengjakór íslenska lýðveldisins mun leggja í ferðalag í Grafarvoginn og heimsækja Karlakór Grafarvogs og halda með þeim tónleika í Grafrvogskirkju kl. 17:00. Báðir eru þessir kórar ungir að árum, en hafa þegar getið sér gott orð fyrir létt yfirbragð og hressilegar söngskemmtanir. Óhætt er að lofa bráðskemmtilegu síðdegi í Grafarvogskirkju með þessum hressilegu körlum.

Smellið hér til að panta miða á þessa frábæru skemmtun

Karlakór Grafarvogs með stjórnanda sínum, Írisi Erlingsdóttur

KKG

4051 Heildar heimsóknir 2 Í dag
Menu Title