Vorskemmtun 2015

Uppskeruhátíð Drengjakórs íslenska lýðveldisins verður, að þessu sinni, haldin í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, Reykjavík.  Veturinn var viðburðaríkur hjá okkur, eins og alltaf.  Við vorum duglegir að halda tónleika með öðrum kórum á þessu starfsári.  Fyrst fórum við í haustferð um Norðurland og heimsóttum Karlakór Eyjafjarðar.  Svo tókum við þátt í styrktarónleikunum Hönd í hönd með Kvennkór Kópavogs og loks héldum sameiginlega tónleika með Karlakór Grafarvogs.
Vorskemmtunin verður með hefðbundnu sniði.  Við höfum fengið Braga Þór Valsson, vin okkar, til að útsetja stórskemmtileg lög úr ýmsum áttum og hlökkum til að frumflytja þau fyrir ykkur. Að vanda munu einsöngvarar, hljóðfæraleikarar og allskyns sprellarar úr röðum kórsins stíga fram og láta ljós sitt skína.  Mikið verður lagt upp úr hressilegri og notalegri stemmningu.

 

Plaggat_A3_Taka3

 

5596 Heildar heimsóknir 2 Í dag
Menu Title