Haustferð 2015

12241281_10154268899442662_7022602187712598922_nStrápils, Havaískyrtur og ögn af neftóbaki pakkast í töskur seinnipart vikunnar, hjá glaðbeittum drengjum, sem leggja í langferð á föstudaginn 20. nóvember, til suðrænna slóða.

Að þessu sinni er för heitið til Vestmannaeyja, hvar við ætlum að skoða okkur um, syngja fyrir vistmenn og starfsfólk á elliheimilinu Hraunbúðum, halda söngskemmtun á Háaloftinu ásamt Karlakór Vestmannaeyja og hafa gaman eins og við best kunnum.

Glás af óskrifuðum ævintýrum bíða helgarinnar – efni í ritröð að viku liðinni.
Við hlökkum til að hitta vin okkar Þórhall Barðason og hans menn, í Karlakór Vestmannaeyja. Mikið er alltaf gaman að hlakka til 😀

Smellið hér til að skoða Facebook síðu söngskemmtunarinnar

6566 Heildar heimsóknir 1 Í dag
Menu Title