Vorskemmtun 2016

Að venju rekur Drengjakór íslenska lýðveldisins smiðshöggið á starfsárið, með því að slá upp vorskemmtun. Eins og í fyrra, verður fagnaðurinn haldinn í sal Ferðafélags íslands í Mörkinni 6.
Við höfum haft það til siðs að kalla þessa hátíð okkar Vorskemmtun, fremur en Vortónleika, því eins og gestir okkar í gegnum tíðina þekkja, þá er ýmislegt á borð borið annað en “bara” söngur.
Við leggjum mikið uppúr heimilislegu andrúmslofti og er gestum boðið til borðs og er þeim frjálst að rápa á barinn, koma með athugasemdir og jafnvel slást í hóp söngmanna í miðju lagi eða koma upp á svið og sníkja sér í nefið – flest er leyfilegt á samkomum Drengjakórsins.
Sem fyrr, er lagavalið fjölbreytt. Við leggjum okkur fram um að útvíkka lagabanka karlakóra og færa nær nútímanum, en laumum þó einnig inn gamalgrónum karlakóraperlum.

Við hlökkum til að sjá sem allra flesta þ. 20. maí nk. og lofum afbragðs kvöldskemmtun.

Poster2016

 

 

9345 Heildar heimsóknir 2 Í dag
Menu Title