Um kórinn

Drengjakór íslenska lýðveldisins var stofnaður á fjórða ársfjórðungi ársins 2008 og hefur komið víða fram á sínum ferli, s.s í brúðkaupum, guðsþjónustum, jólahlaðborðum, árshátíðum, þorrablótum og víðar.
Fastir liðir í starfi kórsins eru m.a. Vorskemmtun, fjölskylduútilega og haustferð, sem farin er út á land og er þá stefnan tekin jafnt á fámennari byggðarlög sem fjölmennari.
Hópurinn hefur kappkostað að feta nýjar leiðir í lagavali, en sleppa þó ekki takinu á hefðbundnari karlakóratónlist

Kórinn hefur hlotið einróma lof fyrir létta framkomu og góðann söng enda er hópurinn skipaður reyndum söngmönnum sem allir hafa gaman af því að skemmta sér og öðrum með söng og sprelli.

All about that bass from Jóhannes Arnar Ragnarsson on Vimeo.

 

 

2942 Heildar heimsóknir 1 Í dag
Menu Title