Stjórnandi

Sólveig Sigríður Einarsdóttir er fædd 1966 í Austur-Húnavatnssýslu. Hún lauk stúdentsprófi af tónlistarbraut, frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, kennsluréttindanámi frá Háskólanum á Akureyri og kantorsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar. Söng lærði hún hjá Snæbjörgu Snæbjarnardóttur og kórstjórn hjá Herði Áskelssyni og Guðmundi Óla Gunnarssyni. Orgelkennarar hennar voru Björn Steinar Sólbergsson, Hörður Áskelsson og Eyþór Ingi Jónsson.

Sólveig hefur verið organisti frá unglingsárum, kennt tónlist og stjórnað fjölmörgum kórum. Hún hefur margsinnis komið fram á tónleikum sem meðleikari og kórstjóri auk þess að halda einleikstónleika á orgel.

Sólveig hefur stjórnað Drengjakór íslenska lýðveldisins frá vormánuðum 2012

 

3920 Heildar heimsóknir 2 Í dag
Menu Title