Velkomin á vefsíðu Drengjakórs íslenska lýðveldisinsLogo_DIL_hvitt7.png

Sprellarinn

Guðni

Guðni Björn Jónsson er Þingeyingurinn í hópnum. Hann er frá Kópaskeri og það getur verið erfitt að hemja hann á pöllunum. Hann er mikill gleðigjafi og stígur gjarnan á stokk á söngskemmtunum kórsins og lætur gamminn geysa. Guðni er einn af stofnfélögum Drengjakórs íslenska lýðveldisins.

.

Snillingurinn

ÞórirÞórir Ingvarsson er aldursforsetinn í hópnum. Hann á ættir sínar að rekja til Vestur - Húnavatssýslu og er mikill höfðingi. Hann er stofnfélagi DÍL og er traustur máttarstólpi í starfi kórsins

Skáldið

KristjánKristján Ragnarsson er höfuðskáld Drengjakórs íslenska lýðveldisins. Hann er ættaður frá Ásakoti í Biskupstungum, er fljúgandi hagmæltur og hefur gert ótalmarga af þeim textum sem drengirnir hafa flutt í sinni tíð. Hann kastar fram vísum við hvert tilefni og væri vísast hægt að rekja sögu kórsins í bundnu máli með þeim vísum sem hann hefur gert frá stofnun. Kristján er einn af stofnfélögum DÍL.

Seðlasmalinn

PS -175250-2 (2)Eggert Þorvarðarson er afburða-snillingur. Hann heldur utanum fjármál kórsins af mikilli röggsemi og er sérlega traustur í öllu starfi þessa skemmtilega hóps. Hann er jafnan bæði hress og kátur og leiðist ekki að þvælast með hjörðinni í allskyns grallaraskap.

Smiðurinn (laga- og tré-)

PS -183921 (2) (2)Jón Yngvi Björnsson er einn af fjölmörgum fjöl- hæfileikamönnum kórsins. Hann spilar á hljóðfæri af mikilli snilld, semur lög fyrir kórinn og virðist geta sungið, allt frá bassa upp í silkimjúka falsettu. Hann er hvers manns húgljúfi og sérlega traustur félagi.

Haustið framundan

Nú er vetrarstarf drengjanna komið á fullt og að venju er dagskráin þétt.  Stærsti viðburður haustannarinnar er þátttaka okkar í styrktartónleikum sem bera yfirskriftina “Hönd í hönd”.  Þar munu Drengirnir koma fram ásamt þeim Páli Óskari Hjálmtýssyni, Ölmu Rut Kristjánsdóttur og Kvennakór Kópavogs undir stjórn John Gear. Tónleikarnir verða haldnir í Austurbæ, gamla Austubæjarbíó á
+ Read More

Vorskemmtun 2014

Jæja gott fólk! Nú er vorskemmtun Drengjakórs íslenska lýðveldisins á næsta leyti. Við munum gera upp starfsárið með léttu og fjölbreyttu lagavali ásamt gamsögum og sprelli eins og okkur er lagið. Einsöngvarar og hljóðfæraleikarar úr röðum kórsins stíga fram, Gunna Lára, trúbador ofan af Snæfellsnesi treður upp og ýmiskonar vitleysisgangur verður fram borinn ef ég
+ Read More

Annríki

Drengirnir hafa haft í nógu að snúast það sem af er árinu 2014. Við höfum verið að skemmta flestar helgar, s.s. á þorrablótum, fjáröflunarkvöldi hjá Breiðfirðingakórnum, fjáröflunarkvöldi hjá Samkór Reykjavíkur ásamt Kvennakór Kópavogs. Við erum einnig sérlega stolltir af því að hafa tekið þátt í auglýsingagerð fyrir Mottumars 2014, þar sem drengirnir voru í gerfi
+ Read More

Haustferðin 2013

Helgina 22. – 24. nóvember n.k. halda drengirnir í sína árlegu haustferð. Að þessu sinni er förinni heitið um vesturland og hafa þegar verið planaðir viðkomustaðir í Borgarnesi, í Rifi, á Hellissandi og í Ólafsvík, en að vanda munu drengirnir drepa niður fæti víða á ferðum sínum. Á föstudagskvöldinu ætlum við að heimsækja góðvini okkar
+ Read More

Haust 2013

6. starfsár Drengjakórs íslenska lýðveldisins er komið á fullt og sérlega vel heppnaðir vortónleikar að baki, ásamt ekki síður vel heppnaðri ferð á Bryggjuhátíðina á Drangsnesi. Nýir söngfélagar hafa bæst í hópinn og eru Stefán Gunnlaugsson, Jón Helgi Þórarinsson, Bergur Helgason, Sveinn Ragnarsson og Ólafur Kr. Halldórsson boðnir velkomnir í þennan góða hóp.   Hér
+ Read More

Vorskemmtun 2013

Vorskemmtun drengjakórs íslenska lýðveldisins verður haldin í Iðusölum, fimmtudagskvöldið 2. maí. Að venju verður kátt á hjalla hjá drengjunum og lagavalið er afar fjölbreytt og metnaðarfullt, og spannar allt frá íslenskri kóraklassík til þekktra popplaga. Sótt verður í brunna Stuðmanna, Bubba Morthens, Leonard Cohen, Billy Joel, Mannakorna og Baggalúts, svo eitthvað sé nefnt. Einsöngvarar úr
+ Read More

Vorönn 2013 hafin

Æfingar eru komnar á fullt eftir jólafrí og er dagskrá fimmtu vortónleika kórsins smám saman að taka á sig mynd. Lagavalið er, að venju, fjölbreytt og ekki farnar troðnar slóðir í efnisvali.

Sísa

Á vormánuðum 2012, fengum við Sólveigu S. Einarsdóttur til að aðstoða okkur við að koma vorprógramminu heim og saman. Samstarfið reyndist farsælt og þróaðist það á þann hátt, að Drengjakór íslenska lýðveldisins hefur stigið það mikilvæga skref í sinni framþróun, að festa sér Sólveigu sem stjórnanda kórsins, og telst hún hérmeð vera ein af drengjunum. Við
+ Read More

Hólmavíkurferð

Helgina 9-11 nóvember fór hópurinn í mikla Bjarmalandsför til Hólmavíkur. Spáin fyrir helgina hafði farið versnandi alla vikuna og glumdu viðvaranir í öllum miðlum. Skemmst er frá því að segja, að svörtustu spár gengu fullkomlega eftir, og því var drengjunum ekkert að vanbúnaði. Sungið var í hávaðaroki í Hvalfirði, strekkingi hjá stórvinum okkar í Borgarnesi,
+ Read More

1 2
Menu Title